fbpx

Um hvað snýst Ljósgildran?

Í þessum hlaðvarpsþætti ræðir Sigrún Margrét Guðmundsdóttir við Guðna Elísson um söguþráð Ljósgildrunnar, byggingu skáldsögunnar og helstu efnistök hennar, auk þess sem hann greinir frá tilurð verksins.

Lesstofan · Um hvað snýst Ljósgildran?

%

Í þessum hlaðvarpsþætti ræðir Sigrún Margrét Guðmundsdóttir við Guðna Elísson um margbrotna byggingu Ljósgildrunnar, tengsl hennar við söguljóðahefðina og skáldsagnagerð almennt og hvaða hlutverki %-táknið gegnir í verkinu. Rætt er um byggingarlega fagurfræði, orðafjölda, talnaspeki og undir lokin um basilíku Antonis Gaudí.

Lesstofan · Ljósgildran – Prósentur

Hefðin og lesandinn

Í þessum hlaðvarpsþætti ræðir Sigrún Margrét Guðmundsdóttir við Guðna Elísson um það hvernig Ljósgildran rís úr vestrænni bókmenntahefð og hvernig texti verður alltaf til úr textum. Rætt er um það flókna textalega samhengi sem hvílir undir öllum alvöru frásagnarstrúktúrum, hvernig há- og lágbókmenntir koma saman og rekast á í skáldsögunni og hvernig lesandinn er alltaf í aðalhlutverki í merkingarsköpun hennar.

Lesstofan · Ljósgildran – Hefðin og lesandinn

Ljósgildran og reimleikahúsahefðin

Í þessum hlaðvarpsþætti ræðir Sigrún Margrét Guðmundsdóttir við Guðna Elísson um húsin í Ljósgildrunni og tengsl þeirra við reimleikahúsahefðina. Húsið og heilinn koma við sögu og það hvernig rýmisskynjun í slíkum frásögnum er alltaf mótuð af hugmyndum um vitund mannsins. Minnst er á breska eðlisfræðinginn Roger Penrose og Sísýfosarstiga, auk þess sem Guðni kemur sér undan því að ræða tengsl Kurts Gödel og Douglas Hofstadter við hinar ýmsu skrýtnu skrúfur hefðarinnar.

Lesstofan · Ljósgildran – Ljósgildran og reimleikahúshefðin
Lesstofan ehf., Flókagötu 60, 105 Reykjavík
Kt. 570511-1060 | VSK númer 110076 
 Sími: ‭662-0897‬  lesstofan@lesstofan.is