„Syrgjandinn er dýr sem ferðast hægt“ – Ljósberar og harmsugur, kjánar og krónprinsar Í vandaðri umfjöllun um
Ljósgildruna í
TMM segir Vera Knútsdóttir meðal annars:
„Verkið er marglaga í þeim skilningi að það býr yfir mörgum ólíkum frásagnarþráðum sem svo fléttast mismikið saman. Grunnstef þess, og það áhugaverðasta að mínu mati, er engu að síður ástin á bókmenntum sem einnig mætti kalla sjálfssögu (e. metafiction) því
Ljósgildran er sannarlega metasaga; saga sem fjallar um aðrar sögur og hefur að geyma fjöldann allan af römmum, frásagnarspeglum, „mise en abyme“ og öðrum frásagnar-„flækjum“ – og vísar fram og til baka í bókmenntahefðina.“